About Intellectual Property IP Training Respect for IP IP Outreach IP for… IP and... IP in... Patent & Technology Information Trademark Information Industrial Design Information Geographical Indication Information Plant Variety Information (UPOV) IP Laws, Treaties & Judgements IP Resources IP Reports Patent Protection Trademark Protection Industrial Design Protection Geographical Indication Protection Plant Variety Protection (UPOV) IP Dispute Resolution IP Office Business Solutions Paying for IP Services Negotiation & Decision-Making Development Cooperation Innovation Support Public-Private Partnerships AI Tools & Services The Organization Working with WIPO Accountability Patents Trademarks Industrial Designs Geographical Indications Copyright Trade Secrets WIPO Academy Workshops & Seminars IP Enforcement WIPO ALERT Raising Awareness World IP Day WIPO Magazine Case Studies & Success Stories IP News WIPO Awards Business Universities Indigenous Peoples Judiciaries Genetic Resources, Traditional Knowledge and Traditional Cultural Expressions Economics Finance Intangible Assets Gender Equality Global Health Climate Change Competition Policy Sustainable Development Goals Frontier Technologies Mobile Applications Sports Tourism PATENTSCOPE Patent Analytics International Patent Classification ARDI – Research for Innovation ASPI – Specialized Patent Information Global Brand Database Madrid Monitor Article 6ter Express Database Nice Classification Vienna Classification Global Design Database International Designs Bulletin Hague Express Database Locarno Classification Lisbon Express Database Global Brand Database for GIs PLUTO Plant Variety Database GENIE Database WIPO-Administered Treaties WIPO Lex - IP Laws, Treaties & Judgments WIPO Standards IP Statistics WIPO Pearl (Terminology) WIPO Publications Country IP Profiles WIPO Knowledge Center WIPO Technology Trends Global Innovation Index World Intellectual Property Report PCT – The International Patent System ePCT Budapest – The International Microorganism Deposit System Madrid – The International Trademark System eMadrid Article 6ter (armorial bearings, flags, state emblems) Hague – The International Design System eHague Lisbon – The International System of Appellations of Origin and Geographical Indications eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Mediation Arbitration Expert Determination Domain Name Disputes Centralized Access to Search and Examination (CASE) Digital Access Service (DAS) WIPO Pay Current Account at WIPO WIPO Assemblies Standing Committees Calendar of Meetings WIPO Webcast WIPO Official Documents Development Agenda Technical Assistance IP Training Institutions COVID-19 Support National IP Strategies Policy & Legislative Advice Cooperation Hub Technology and Innovation Support Centers (TISC) Technology Transfer Inventor Assistance Program WIPO GREEN WIPO's Pat-INFORMED Accessible Books Consortium WIPO for Creators WIPO Translate Speech-to-Text Classification Assistant Member States Observers Director General Activities by Unit External Offices Job Vacancies Procurement Results & Budget Financial Reporting Oversight
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Laws Treaties Judgments Browse By Jurisdiction

Act No. 61/1994 on the Icelandic Research Council, Iceland

Back
Latest Version in WIPO Lex
Details Details Year of Version 1994 Dates Entry into force: July 1, 1994 Adopted: May 13, 1994 Type of Text IP-related Laws Subject Matter Patents (Inventions), Other

Available Materials

Main Text(s) Related Text(s)
Main text(s) Main text(s) Icelandic Lög nr. 61/1994 um rannsóknarráð Íslands        
 Lög nr. 61 frá 13. maí 1994 um rannsóknarráð Íslands

1994 nr. 61 13. maí

I. kafli. Hlutverk og skipan Rannsóknarráðs Íslands

1. gr. Rannsóknarráð Íslands er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir menntamálaráðuneytið. Hlutverk

þess er að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun.

2. gr. Rannsóknarráð Íslands skal:

1. Vera ríkisstjórn, Alþingi og öðrum opinberum aðilum til ráðuneytis um stefnumörkun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar.

2. Gera árlega tillögur um framlög úr ríkissjóði til vísinda- og tæknimála til þriggja ára.

3. Hafa náið samráð við ráðuneyti er vinna að stefnumótun og fjárlagagerð á sviði vísinda og tækni.

4. Móta úthlutunarstefnu og veita styrki úr þeim sjóðum sem eru í vörslu ráðsins. Þá má fela ráðinu úthlutun styrkja úr öðrum sjóðum og af öðru fé sem ætlað er til rannsókna og skyldra málefna.

5. Annast kynningu á rannsóknarstarfsemi.

6. Annast söfnun og úrvinnslu upplýsinga um rannsóknir og þróunarstarf í landinu, svo sem um mannafla, fjármagn, viðfangsefni og árangur. Ráðið skal hafa náið samstarf við æðri menntastofnanir, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki og stuðla að samræmingu og samstarfi milli þeirra sem vinna að rannsóknum og nýsköpun.

7. Gangast fyrir mati á árangri rannsóknarstarfs með reglulegum hætti og gera tillögur til úrbóta ef það telur starfsemina ófullnægjandi, skipulag eða skilyrði ófullkomin eða markverð rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarsvið vanrækt. Rannsóknir eru ekki gerðar af Rannsóknarráði Íslands.

8. Eiga samstarf við hliðstæðar stofnanir erlendis og alþjóðastofnanir og fylgjast með þátttöku Íslendinga í fjölþjóðlegu vísindasamstarfi. Ráðið fylgist með og greiðir fyrir rannsóknum erlendra vísindamanna hér á landi og stuðlar að samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna.

9. Beita sér fyrir því í samráði við rannsóknarstofnanir og atvinnulíf að gerðar séu áætlanir um rannsóknir og þróunarstarf.

10.

Hafa yfirumsjón með óráðstöfuðu landsvæði og sameiginlegum byggingum og tækjum fyrir rannsóknarstofnanir atvinnuveganna skv. 59. gr. laga nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.

11. Skila árlega skýrslu til menntamálaráðherra um stöðu og horfur í vísinda- og tæknimálum í landinu. Skýrslan skal lögð fyrir Alþingi, ásamt greinargerð menntamálaráðherra, til kynningar og umfjöllunar.

12. Sinna öðrum verkefnum er menntamálaráðherra felur ráðinu.

3. gr. [Menntamálaráðherra skipar ellefu einstaklinga í Rannsóknarráð Íslands til þriggja ára:

a. Þrjá samkvæmt tillögum skóla á háskólastigi þar sem rannsóknir eru stundaðar og stofnana á sviði þjóðlegra fræða og Vísindafélags Íslendinga.

b. Þrjá samkvæmt tillögum rannsóknastofnana atvinnuveganna og annarra rannsóknastofnana utan verksviðs menntamálaráðuneytis.

c. Þrjá samkvæmt tillögum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands.

d. Tvo án tilnefningar að höfðu samráði við ríkisstjórn.

Aðilar, sem tilnefna menn til setu í Rannsóknarráði Íslands skv. a-, b- og c-liðum hér að framan, skulu hver tilnefna tiltekinn fjölda einstaklinga samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur. Menntamálaráðherra skipar þrjá úr hverjum hópi og tvo sem tilnefndir eru að höfðu samráði við ríkisstjórn eða alls ellefu einstaklinga. Við skipun í ráðið skal menntamálaráðherra gæta þess að jafnvægi sé á milli vísinda og tækni og tryggja sjálfstæði ráðsins þannig að það geti sinnt eftirlitshlutverki skv. 7. tölul. 2. gr. Þá skipar menntamálaráðherra jafnmarga varamenn úr hópi þeirra sem tilnefndir eru með sama hætti.]1)

Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi hinna skipuðu, en ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum. Ráðherra ákveður þóknun til þeirra sem sitja í Rannsóknarráði.

1)L. 44/1995, 1. gr.

II. kafli. Starfsemi Rannsóknarráðs Íslands.

4. gr. Rannsóknarráð Íslands skipar fagráð til tveggja ára í senn á helstu sviðum vísinda og tækni og

á öðrum athafnasviðum þjóðlífsins til þess að veita faglega ráðgjöf. Fagráð gera stefnumótandi tillögur til Rannsóknarráðs Íslands um mál sem varða verksvið þeirra og meta vísindalegt og hagnýtt gildi umsókna um styrki úr sjóðum í vörslu ráðsins. Rannsóknarráð ákveður þóknun til þeirra sem sitja í fagráðum.

5. gr.

Rannsóknarráð Íslands ræður framkvæmdastjóra til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur skrifstofu ráðsins, fjárreiður og reikningsskil fyrir ráðið og sjóði í vörslu þess. Framkvæmdastjóri skal hafa lokið háskólaprófi og hafa staðgóða þekkingu á rannsóknum, stjórnun og nýsköpun í atvinnulífi.

Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum Rannsóknarráðs. Skrifstofa ráðsins veitir fagráðum og úthlutunarnefndum sjóða nauðsynlega skrifstofuþjónustu.

6. gr. Rekstrarkostnaður Rannsóknarráðs Íslands greiðist af fjárveitingu í fjárlögum.

7. gr. Reikningar Rannsóknarráðs Íslands skulu endurskoðaðir árlega af Ríkisendurskoðun.

III. kafli. Sjóðir í vörslu Rannsóknarráðs.

1. Vísindasjóður. 8. gr.

Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenskar vísindarannsóknir. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til skilgreindra rannsóknarverkefna.

Ráðið getur veitt styrki úr Vísindasjóði til allt að þriggja ára í senn og skulu slík verkefni lúta sérstöku eftirliti ráðsins.

9. gr. Tekjur Vísindasjóðs eru:

i. Fjárveiting í fjárlögum ár hvert.

ii. Fjárframlag skv. 37. gr. laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands.

iii. Gjafir frá einstaklingum eða fyrirtækjum.

iv. Önnur framlög.

10. gr. Rannsóknarráð Íslands skipar árlega úthlutunarnefnd fimm sérfróðra einstaklinga til þess að

meta umsóknir að fengnum umsögnum fagráða. Þeir skulu hafa víðtæka reynslu af vísindastarfi og hvorki eiga sæti í Rannsóknarráði Íslands né fagráðum þess.

Úthlutunarnefnd leitar ráðgjafar umfram það sem fagráð Rannsóknarráðs getur veitt ef þurfa þykir. Úthlutunarnefnd gerir tillögur til Rannsóknarráðs um styrkveitingar. Rannsóknarráð ákveður þóknun til þeirra sem sitja í úthlutunarnefnd fyrir Vísindasjóð.

2. Tæknisjóður. 11. gr.

Hlutverk Tæknisjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn vísindastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til skilgreindra verkefna á sviðum sem Rannsóknarráð Íslands leggur

áherslu á. Ráðið getur veitt styrki úr Tæknisjóði til allt að þriggja ára í senn og skulu slík verkefni lúta

sérstöku eftirliti ráðsins.

12. gr. Tekjur Tæknisjóðs eru:

i. Fjárveiting í fjárlögum ár hvert.

ii. Tekjur af einkaleyfum eða endurgreiðslur af styrkjum til verkefna sem notið hafa stuðnings sjóðsins og leitt til arðbærrar framleiðslu.

iii. Gjafir frá einstaklingum eða fyrirtækjum.

iv. Önnur framlög.

13. gr. Rannsóknarráð Íslands skipar árlega úthlutunarnefnd fimm sérfróðra einstaklinga til þess að

meta umsóknir að fengnum umsögnum fagráða. Þeir skulu hafa víðtæka reynslu af rannsóknum og þróunarstarfi og þekkingu á nýsköpun í atvinnulífi. Þeir skulu hvorki eiga sæti í Rannsóknarráði Íslands né fagráðum þess. Úthlutunarnefnd leitar faglegrar ráðgjafar umfram það sem fagráð Rannsóknarráðs getur veitt ef þurfa þykir. Úthlutunarnefnd gerir tillögur til Rannsóknarráðs um styrkveitingar. Rannsóknarráð ákveður þóknun til þeirra sem sitja í úthlutunarnefnd.

3. Bygginga- og tækjasjóður. 14. gr.

Bygginga- og tækjasjóður tekur við hlutverki Byggingarsjóðs rannsóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna, sbr. 61. gr. laga nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, og 19. gr. laga nr. 48/1987, um Vísindaráð og Vísindasjóð, Rannsóknaráð ríkisins og Rannsóknasjóð. Bygginga- og tækjasjóður er í vörslu Rannsóknarráðs Íslands. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði, svo og til þess að byggja eða kaupa húsnæði vegna rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Styrkveitingar úr sjóðnum skulu háðar samþykki menntamálaráðherra.

15. gr. Tekjur Bygginga- og tækjasjóðs eru:

i. Fjárveitingar í fjárlögum ár hvert.

ii. Einkaleyfisgjald af rekstri peningahappdrætta eða aðrar samsvarandi tekjur.

iii. Önnur framlög.

4. Aðrir sjóðir.

16. gr. Rannsóknarráð Íslands sér um rekstur Rannsóknarnámssjóðs í umboði stjórnar sjóðsins, sbr.

23. gr. Fela má Rannsóknarráði Íslands vörslu annarra sjóða sem hafa hlutverki að gegna á

starfssviði ráðsins.

Sameiginleg ákvæði um sjóði í vörslu Rannsóknarráðs. 17. gr.

Kostnaður við vísindalegt mat á umsóknum og við störf úthlutunarnefnda skal greiddur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðanna. Ráðinu er heimilt að kosta úttektir og mat á árangri og frammistöðu í vísinda- og tæknistarfi af ráðstöfunarfé Vísindasjóðs og Tæknisjóðs. Ráðinu er einnig heimilt að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vísinda- og tæknistarfi af ráðstöfunarfé sjóðanna.

18. gr. Niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr Vísindasjóði og Tæknisjóði, skulu

birtar opinberlega og vera öllum opnar nema um annað sé samið. Heimilt er að fjalla um skilmála fyrir styrkveitingum í reglugerð.

19. gr. Reikningar Vísindasjóðs, Tæknisjóðs, Bygginga- og tækjasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs, svo

og annarra sjóða í vörslu Rannsóknarráðs, skulu endurskoðaðir árlega af Ríkisendurskoðun.

20. gr. Menntamálaráðherra setur reglur um úthlutanir úr sjóðum í vörslu ráðsins að fengnum

tillögum Rannsóknarráðs Íslands. Þar skal m.a. fjallað um meðhöndlun umsókna, styrkveitingar o.fl.

IV. kafli. Ýmis ákvæði.

21. gr. Eignir og skuldbindingar Vísindasjóðs, er starfað hefur samkvæmt lögum nr. 48/1987, um

Vísindaráð og Vísindasjóð, Rannsóknaráð ríkisins og Rannsóknasjóð, falla til Vísindasjóðs sem mælt er fyrir um í þessum lögum. Eignir og skuldbindingar Rannsóknasjóðs, er starfað hefur samkvæmt sömu lögum, falla til Tæknisjóðs. Stofndeild Vísindasjóðs verður lögð niður og eignir stofndeildar skal setja í sjóð sem varið verður til kaupa á húsnæði fyrir Rannsóknarráð Íslands og til reksturs fasteigna Vísindasjóðs.

22. gr. Menntamálaráðherra er heimilt í samráði við mennta- og rannsóknarstofnanir að setja á stofn

tímabundnar stöður prófessora er sinni rannsóknum á sviðum sem talin eru sérstaklega mikilvæg. Rannsóknarráð Íslands og mennta- og rannsóknarstofnanir geta gert tillögur til menntamálaráðherra um að slíkar stöður verði stofnaðar.

Í stöður rannsóknarprófessora skal einungis ráða þá sem hlotið hafa viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknarstörf eða hafa lagt fram markverðan skerf til rannsókna á sviði íslenskra fræða. Sérstök dómnefnd skal meta hæfni umsækjenda.

Menntamálaráðherra setur reglugerð1) um stöður rannsóknarprófessora.

1)Rg. 299/1995.

23. gr. Rannsóknarnámssjóður hefur það hlutverk að veita styrki til rannsóknartengds

framhaldsnáms. Tekjur hans eru framlag á fjárlögum ár hvert. Menntamálaráðherra setur reglur um starfsemi sjóðsins.

24. gr. Menntamálaráðherra setur reglugerð1) um framkvæmd þessara laga.

1)Rg. 374/1994.

25. gr. Lög þessi skal endurskoða innan fimm ára frá gildistöku þeirra.

26. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1994. ...

[Ákvæði til bráðabirgða. 3. gr. laga þessara kemur að fullu til framkvæmda þegar starfstími þess Rannsóknarráðs, sem

fyrst var skipað árið 1994, rennur út. Menntamálaráðherra skipar þegar tvo fulltrúa í Rannsóknarráð Íslands samkvæmt tilnefningum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands og jafnmarga til vara og skal sú skipan gilda uns 3. gr. laga þessara kemur að fullu til framkvæmda. Nánar skal kveðið á um fyrirkomulag tilnefningar framangreindra samtaka í ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur.]1)

1)L. 44/1995, brbákv.


WTO Document Reference
IP/N/1/ISL/1/1
No data available.

WIPO Lex No. IS039