Lög um breyting á lögum nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána
Íslendinga.
1. gr. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Tollgæslufáni er tjúgufáni með silfurlitu upphafstéi (T) í efra stangarreit miðjum.
2. gr. 3. gr. laganna orðast svo: Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, en í honum, þar sem armar krossmarksins
mætast, skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.
3. gr. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Tjúgufánann má aðeins nota á skipum sem eru í eign ríkis eða ríkisstofnana og notuð í
þeirra þarfir. Ef ríkið tekur skip á leigu til embættisþarfa (strandgæslu, tollgæslu, póstflutn- ings, vitaeftirlits, hafnsögu o.s.frv.) má það nota tjúgufánann af þeirri gerð sem við á skv. 2. og 3. gr.
4. gr. Í stað orðsins „forsetaúrskurði“ í 7. gr. laganna kemur: reglugerð.
5. gr. 8. gr. laganna orðast svo: Nú rís ágreiningur um rétta notkun þjóðfánans og fer þá um rannsókn málsins að hætti
opinberra mála, en forsætisráðuneytið sker úr um ágreininginn.
6. gr. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 9. gr. laganna kemur: forsætisráðuneytið.
7. gr. Á eftir orðunum „í samræmi við“ í 10. gr. laganna kemur: ákvæði laga þessara, þar á
meðal.
8. gr. Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo: Lög þessi ná jafnframt, eftir því sem við á, til hvers konar skírskotana til eða eftirlíkinga
af þjóðfánanum, svo sem áprentana og myndvarpana.
9. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
2
a. 3. mgr. fellur brott. b. 4. mgr. orðast svo:
Heimilt er með leyfi forsætisráðuneytisins að nota fánann í vörumerki eða á sölu- varning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu, enda sé starfsemi sú sem í hlut á að gæðum samkvæmt því sem ráðuneytið mælir fyrir með reglugerð og fánanum ekki óvirðing gerð. Óheimilt er að nota fánann í firmamerki.
c. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 5. mgr. kemur: forsætisráðuneytisins. d. 6. mgr. orðast svo:
Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu vörur af erlendum uppruna ef á þær eða um- búðir þeirra hefur verið sett mynd af íslenska fánanum.
10. gr. Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo: Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er
þeim einum heimil.
11. gr. 13. gr. laganna orðast svo: Forsætisráðuneytið setur með reglugerð sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laga þess-
ara.
12. gr. Orðið „varðhaldi“ í 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.
13. gr. Heiti laganna verður: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.
14. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 29. gr. samkeppnislaga, nr. 8/
1993: a. Í stað orðanna „í heimildarleysi íslenska ríkisskjaldarmerkið“ í 2. mgr. kemur: íslenska
ríkisskjaldarmerkið, þá er óheimilt að nota í heimildarleysi. b. 3. mgr. fellur brott. Við gildistöku laga þessara bætist nýr töluliður við 1. mgr. 32. gr. laga um vörumerki,
nr. 45/1997, er orðast svo: samkvæmt kröfu forsætisráðuneytis, ef skrásett hefur verið af misgáningi vörumerki þar sem notaður er þjóðfáninn án heimildar þess.
Ákvæði til bráðabirgða. Þegar reglugerð skv. 7. og 13. gr. laganna hefur verið sett falla úr gildi forsetaúrskurður
nr. 5/1991, um fánadaga og fánatíma, og auglýsing nr. 4/1991, um liti íslenska fánans.
Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.