About Intellectual Property IP Training Respect for IP IP Outreach IP for… IP and... IP in... Patent & Technology Information Trademark Information Industrial Design Information Geographical Indication Information Plant Variety Information (UPOV) IP Laws, Treaties & Judgements IP Resources IP Reports Patent Protection Trademark Protection Industrial Design Protection Geographical Indication Protection Plant Variety Protection (UPOV) IP Dispute Resolution IP Office Business Solutions Paying for IP Services Negotiation & Decision-Making Development Cooperation Innovation Support Public-Private Partnerships AI Tools & Services The Organization Working with WIPO Accountability Patents Trademarks Industrial Designs Geographical Indications Copyright Trade Secrets WIPO Academy Workshops & Seminars IP Enforcement WIPO ALERT Raising Awareness World IP Day WIPO Magazine Case Studies & Success Stories IP News WIPO Awards Business Universities Indigenous Peoples Judiciaries Genetic Resources, Traditional Knowledge and Traditional Cultural Expressions Economics Finance Intangible Assets Gender Equality Global Health Climate Change Competition Policy Sustainable Development Goals Frontier Technologies Mobile Applications Sports Tourism PATENTSCOPE Patent Analytics International Patent Classification ARDI – Research for Innovation ASPI – Specialized Patent Information Global Brand Database Madrid Monitor Article 6ter Express Database Nice Classification Vienna Classification Global Design Database International Designs Bulletin Hague Express Database Locarno Classification Lisbon Express Database Global Brand Database for GIs PLUTO Plant Variety Database GENIE Database WIPO-Administered Treaties WIPO Lex - IP Laws, Treaties & Judgments WIPO Standards IP Statistics WIPO Pearl (Terminology) WIPO Publications Country IP Profiles WIPO Knowledge Center WIPO Technology Trends Global Innovation Index World Intellectual Property Report PCT – The International Patent System ePCT Budapest – The International Microorganism Deposit System Madrid – The International Trademark System eMadrid Article 6ter (armorial bearings, flags, state emblems) Hague – The International Design System eHague Lisbon – The International System of Appellations of Origin and Geographical Indications eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Mediation Arbitration Expert Determination Domain Name Disputes Centralized Access to Search and Examination (CASE) Digital Access Service (DAS) WIPO Pay Current Account at WIPO WIPO Assemblies Standing Committees Calendar of Meetings WIPO Webcast WIPO Official Documents Development Agenda Technical Assistance IP Training Institutions COVID-19 Support National IP Strategies Policy & Legislative Advice Cooperation Hub Technology and Innovation Support Centers (TISC) Technology Transfer Inventor Assistance Program WIPO GREEN WIPO's Pat-INFORMED Accessible Books Consortium WIPO for Creators WIPO Translate Speech-to-Text Classification Assistant Member States Observers Director General Activities by Unit External Offices Job Vacancies Procurement Results & Budget Financial Reporting Oversight
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Laws Treaties Judgments Browse By Jurisdiction

Act on the Recognition and Enforcement in Iceland of Judgments Made in Another Nordic Country in matter of Private Law (Act No. 30/1932 of June 23, 1932), Iceland

Back
Latest Version in WIPO Lex
Details Details Year of Version 1932 Dates Adopted: June 23, 1932 Type of Text Framework Laws Subject Matter Enforcement of IP and Related Laws, Other

Available Materials

Main Text(s) Related Text(s)
Main text(s) Main text(s) Icelandic Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Ìslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra (Lög nr. 30/1932 23. júní 1932)        
 Lög nr. 30 frá 23. júní 1932 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Ìslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra

1932 nr. 30 23. júní

Tóku gildi 6. júlí 1932. Breytt með l. 68/1995 (tóku gildi 1. des. 1995 nema 1. gr. sem tók gildi 13. mars 1995).

1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða með auglýsingu í Stjórnartíðindunum, að samningur sá, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn þann 16. mars 1932 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum, milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, skuli koma í gildi. Ennfremur er ríkisstjórninni heimilað að setja frekari ákvæði, er kynnu að vera nauðsynleg til þess að framfylgja greindum samningi.

[Ákvæði samningsins gilda ekki um dóma og aðrar ákvarðanir sem hljóta viðurkenningu og fullnustu hér á landi samkvæmt ákvæðum Lúganósamningsins.]1)

1)L. 68/1995, 5. gr.

Fylgiskjal. Samningur milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra.

1. gr. Aðfararhæfir dómar, sem gengið hafa í einhverju samningslandanna í einkamálum, skulu einnig vera bindandi í hinum ríkjunum. Sama er um dóma í sakamálum að því er þeir varða bætur fyrir afleiðingar verknaðar, sem tjóni hefir valdið.

Með dómi er átt við úrlausn réttarins um kröfu þá eða réttaratriði, sem málið er um.

2. gr. Í samningi þessum teljast jafnsettir aðfararhæfum dómum: 1. úrskurðir yfiraðfararvaldsmanns (överexekutor) í Finnlandi eða Svíþjóð um greiðsluskyldu í

málum, þar sem krafan styðst við skuldabréf eða annað skriflegt sönnunargagn (lagsökningsmål) enda sé frestur til málskots (besvär) liðinn;

2. sætt, gerð fyrir sáttanefnd eða rétti; 3. aðfararhæfir úrskurðir sem felldir eru í einkamálum, annaðhvort í dóminum eða sérstaklega,

um bætur fyrir málskostnað eða um þóknun til votta eða sérfróðra manna.

3. gr. Útivistardómur, sem í Danmörku, Íslandi eða Noregi hefir verið felldur yfir stefndum fyrir fyrsta dómsstigi og „tredskodom“, eða annar dómur, sem í Finnlandi eða Svíþjóð

hefir verið felldur fyrir fyrsta dómsstigi gegn stefndum, sem ekki mætti, skal því aðeins vera bindandi í hinum ríkjunum, að svo standi á sem nú segir:

1. að stefndur hafi, þegar stefna, sáttafyrirkall eða fyrirkall til yfiraðfararvaldsmanns (överexekutor) var birt, átt heimilisfang eða skráð firma í því ríki, þar sem dómurinn er dæmdur, eða stjórn sú, sem kemur fram fyrir stefnda, hafi þá átt heima í því ríki, eða fyrirkallið verið birt umboðsmanni, sem stefndum lögum samkvæmt var skylt að hafa í þessu ríki; eða

2. að gert hafi verið óbrigðanlegt samkomulag um, að málið skuli rekið fyrir þeim rétti, sem uppkvað dóminn; eða

3. að dómurinn sé um bætur fyrir afleiðingar verknaðar, sem tjóni hefir valdið og framinn hefir verið í því ríki, þar sem dómurinn var dæmdur, enda sé stefna birt stefnda sjálfum, meðan hann dvelur í því ríki.

Sama er um útivistardóm, sem á hærra dómsstigi er felldur gegn stefnda, ef dómurinn hefir og verið útivistardómur á fyrsta dómsstigi.

4. gr. Krefjast má, að dómum, úrskurðum og sættargerðum, sem samkvæmt 1.–3. gr. eru bindandi utan þess ríkis, þar sem dómurinn eða úrskurðurinn er felldur eða sættin gerð, og hægt er að fullnægja í því ríki, verði fullnægt í hinum ríkjunum.

5. gr. Beiðni um aðför á að senda: í Danmörku og á Íslandi fógeta, í Finnlandi og Svíþjóð yfiraðfararvaldsmanni (överexekutor), og í Noregi aðfarardómstól (namsretten).

6. gr. Beiðni um aðför eftir dómi eða úrskurði skal fylgja: 1. dómurinn eða úrskurðurinn í frumriti eða útskrift, staðfestri af hlutaðeigandi yfirvaldi; 2. vottorð um, að dómurinn eða úrskurðurinn sé þess eðlis, sem segir í 1. eða 2. gr., og að hann

sé aðfararhæfur og megi fullnægja honum í því ríki, þar sem hann er uppkveðinn; 3. dómi, sem um ræðir í 3. gr., vottorð, er sýni, að dómurinn hafi gildi samkvæmt þeirri grein. Beiðni um fullnægju sættar skal fylgja útskrift af sættargerðinni staðfest af hlutaðeigandi

yfirvaldi, svo og vottorð um, að sættin sé gerð fyrir sáttanefnd eða rétti og að henni megi fullnægja í því ríki, þar sem hún var gerð.

Skjölum, sem rituð eru á finnsku eða íslensku, skal fylgja skjalfest þýðing á dönsku, norsku eða sænsku.

7. gr. Vottorð þau, sem getur um í 6. gr., gefa: í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Noregi dómsmálaráðuneytið, í Svíþjóð fylkisstjórn (länsstyrelse).

8. gr. Ákvörðun um, hvort framkvæma skuli fullnægju samkvæmt þessum samningi, er tekin án þess að gagnaðili sé til kvaddur; þegar sérstaklega stendur á, má þó gefa honum tækifæri til að bera fram ástæður sínar.

9. gr. Aðför fer í hverju ríki fram samkvæmt þar gildandi lögum án tillits til þess, sem dómurinn, úrskurðurinn eða sættin kann að kveða á um þvingunarráðstafanir.

10. gr. Ákvæðin í þessum samningi um réttargildi dóma breyta að engu leyti 22. gr. í samningi frá 6. febrúar 1931, er hefir að geyma alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, og leiða ekki af sér, að dómar eða úrskurðir um slík mál fái gildi í öðrum tilfellum en þar er ákveðið. Fullnægju dómsúrskurða, sem gildi hafa samkvæmt nefndri grein, má krefjast samkvæmt 4. til 9. gr. þessa samnings.

Nú hefir í Danmörku, á Íslandi eða í Noregi verið dæmdur dómur, þar sem beitt er ákvæðum löggjafarinnar um fjármál hjóna, og skal þá samningur þessi ekki ná til dómsins í Finnlandi eða Svíþjóð, ef þar hefði átt að gera út um deiluatriði samkvæmt eldri hjúskaparlöggjöf landsins.

Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sátta um meðlagsskyldu í sifjamálum, og breytir að engu leyti samningnum frá 10. febrúar 1931 um innheimtu meðlaga.

Eigi breytir samningurinn heldur að neinu leyti ákvæðum þeim, sem í öðrum samningum felast um gildi eða fullnægju dóma og annarra úrskurða.

11. gr. Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sætta um: 1. frændsemi, erfðarétt, ábyrgð erfingja á skuldum, skipti dánarbúa, meðferð þrotabúa,

nauðasamninga án gjaldþrotaskipta, eða riftingu réttargernings við gjaldþrot; 2. eignarrétt eða annan rétt yfir fasteign í einhverju hinna ríkjanna, skyldu til að gera

ráðstafanir um slík réttindi, eða afleiðingar af vanrækslu skyldunnar; 3. skatta og gjöld til ríkis eða sveitar- eða bæjarfélags, eða önnur mál opinbers réttar, jafnvel

þótt dómurinn eða úrskurðurinn hafi verið kveðinn upp í sama formi sem venja er um einkamál. Samningurinn nær ekki til úrskurða, sem fellt hafa sérstakir dómstólar í atvinnudeilum.

12. gr. Af samningnum leiðir ekki skylda til að viðurkenna eða fullnægja dómi, úrskurði eða sætt, þegar augljóst er, að það mundi vera ósamrýmanlegt réttarskipulagi landsins.

13. gr. Samningurinn nær ekki til dóma né úrskurða, sem upp hafa verið kveðnir, né sætta, sem gerðar hafa verið, áður en samningurinn gekk í gildi.

14. gr. Samning þennan skal fullgilda, og skal fullgildingarskjölunum komið fyrir til geymslu í skjalasafni utanríkisráðuneytisins danska, svo fljótt sem auðið er.

Milli þeirra ríkja, er þá hafa fullgilt samninginn, gengur hann í gildi hinn 1. janúar eða 1. júlí næstan á eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, er fullgildingarskjölum að minnsta kosti þriggja ríkjanna hefir verið komið fyrir til geymslu. Gagnvart ríkjum, er síðar fullgilda, gengur samningurinn í gildi 1. janúar eða 1. júlí næstan eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, að fullgildingarskjalinu var komið fyrir til geymslu.

Sérhvert ríkjanna getur sagt samningnum upp gagnvart sérhverju hinna ríkjanna með 1 árs uppsagnarfresti, svo að hann gengur úr gildi 1. janúar eða 1. júlí.


No data available.

WIPO Lex No. IS030